Ljóð

Ljóðmæli

Ljóðmæli Ólínu Andrésdóttur hafa að okkur vitandi ekki komið út áður í sérstakri bók. Ljóð hennar birtust fyrst í bók ásamt með ljóðum systur hennar Herdísar árið 1924.

Ólína fæddist í Flatey á Breiðafirði árið 1858. Hún átti tvíburasysturina Herdísi en þær systur voru skildar að þegar þær voru fjögurra ára gamlar, sendar í fóstur hvor á sitt heimilið. Eftir það lágu leiðir þeirra lítt saman fyrr en þær voru komnar á efri ár en þá bjuggu þær báðar í Reykjavík og hittust nær daglega og gátu þá deilt hinu sameiginlega hugðarefni sínu, skáldskapnum. Að því kom að þær gáfu saman út bókina Ljóðmæli árið 1924.

Ljóð Ólínu og þeirra systra voru ort inn í samtímann í hefðbundnu formi en bera þó sterkan persónulegan svip þeirra sjálfra, þeirra þankagangs og lífsskoðana auk þess sem þau varpa ljósi á viðhorf og aðstöðu kvenna á þessum árum. Þá orti Ólína margar skemmtilegar þulur sem gott væri að lesa fyrir börn í dag.


HÖFUNDUR:
Ólína Andrésdóttir
ÚTGEFIÐ:
2017
BLAÐSÍÐUR:
bls. 218

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :